Viðskipti innlent

Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Domino's Pizza Group á ríflega 95 prósenta hlut í Domino's á Íslandi.
Domino's Pizza Group á ríflega 95 prósenta hlut í Domino's á Íslandi. Fréttablaðið/Eyþór

Sala Domino’s á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino’s Pizza Group, sem birtur var í gær. Hagnaður varð af rekstrinum hér á landi en hins vegar skilaði rekstur pitsukeðjunnar í Noregi, Sviss og Svíþjóð tapi.

Aðeins hefur þó dregið úr söluvextinum hér á landi en salan jókst um 15,2 prósent á fyrstu sex mánuðum síðasta árs frá fyrra ári.

Fram kemur í fjárfestakynningu Domino’s Pizza Group vegna uppgjörsins að stefnt sé að opnun tveggja pitsustaða hér á landi á fjórða ársfjórðungi. Stjórnendur keðjunnar, sem á 95,3 prósenta hlut í Domino’s á Íslandi, telja að hér megi reka alls 30 staði en þeir eru nú 23 talsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.