Körfubolti

LeBron mætir Golden State á jólunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty

Bandarískir fjölmiðlar hafa nú grafið upp hvaða leikir fara fram í NBA-deildinni á jóladag en á þeim degi spila vanalega bara bestu og sjónvarpsvænustu lið deildarinnar.

New York Times sagði fyrst frá þessu en aðrir miðlar hafa síðan fengið þetta staðfest. Leikjadagskrá NBA-deildarinnar á næsta tímabili verður öll birt seinna í þessum mánuði.

Fimm leikir fara fram 25. desember 2018 og hefst sá fyrsti klukkan tólf að hádegi á staðartíma eða klukkan sjö að íslenskum tíma. Sá síðasti er síðan klukkan 3.30 um nóttina að íslenskum tíma.

LeBron James og nýju félagarnir hans í Los Angeles Lakers fá þann heiður að mæta NBA-meisturum Golden State Warriors í fjórða leik dagsins. Cleveland liðið er hvergi sjáanlegt en það hefur átt leik á jóladegi undanfarin ár.Fyrsti leikur dagsins er á milli New York Knicks og Milwaukee Bucks en svo mætast Oklahoma City Thunder og Houston Rockets næst áður en kemur að leik      Boston Celtics og Philadelphia 76ers.

Leikur Los Angeles Lakers og Golden State Warriors er síðan næstsíðasti leikur jóladagsins en sá síðasti verður á milli Portland Trail Blazers og Utah Jazz.

Liðin sem spiluðu á jóladegi í fyrra en gera það ekki núna eru Cleveland Cavaliers, Washington Wizards og Minnesota Timberwolves.

Í þeirra stað eru komin lið Milwaukee Bucks, Portland Trail Blazers og Utah Jazz.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.