Viðskipti erlent

Tónlistarmenn fá einungis 12 prósent af heildartekjum tónlistarbransans

Bergþór Másson skrifar
Tæknifyrirtækið og streymisveitan Spotify hefur átt stóran þátt í þróun tónlistarbransans
Tæknifyrirtækið og streymisveitan Spotify hefur átt stóran þátt í þróun tónlistarbransans

Tekjur tónlistarbransa Bandaríkjanna töldu 43 milljarða bandaríkjadala árið 2017, sem samsvarar 4,6 billjón krónum (4.630.240.000.000). Tekjurnar hafa ekki verið svo háar í 12 ár. Í nýútgefinni skýrslu Citigroup kemur í ljós að tónlistarmennirnir sjálfir fengu einungis 12% af heildartekjunum bransans.

Skýrslan greinir frá því að streymisveitur (Spotify, Apple Music), og stóru útgáfufyrirtækin (Warner, Universal), græða mesta peninginn í bransanum, á meðan þeir sem búa til sjálfa tónlistina, græða minnst.

Hér má sjá þróun tekna tónlistarbransans í gegnum árin. Citigroup

Streymisveitur og tónleikahaldarar græddu um 20 milljarða Bandaríkjadala, plötufyrirtæki og útgefendur 10 milljarða og tónlistarmennirnir einungis 5 milljarða.

Í skýrslunni kemur einnig fram að tónlistarmenn græða töluvert meiri pening á tónleikahaldi frekar en tónlistarsölu.

Skýrslu Citigroup má lesa nánar hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.