Viðskipti erlent

Daglegur notendahópur Snapchat minnkar verulega

Bergþór Másson skrifar
Notendum Snapchat hefur fækkað töluvert síðastliðna mánuði.
Notendum Snapchat hefur fækkað töluvert síðastliðna mánuði. Vísir/Getty

Notendatölur og ársfjórðungstekjur samfélagsmiðilsins Snapchat hafa verið opinberaðar í nýrri skýrslu móðurfyrirtækisins, Snap Inc.

Daglegum notendum forritsins hefur fækkað úr 191 milljónum, niður í 188 milljónir, fyrsta árfjórðung ársins 2018.

Þessi þriggja milljóna lækkun daglegs notendahóps er í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins sem notendum forritsins fækkar.

Þrátt fyrir mikla notendaminnkun jukust tekjur fyrirtækisins, 262 milljónir Bandaríkjadala, (28,2 milljarðar króna) um 11,9% frá síðasta ársfjórðungi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.