Innlent

Míla afléttir óvissustigi á Suðurlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skaftárhlaup er nú í rénun.
Skaftárhlaup er nú í rénun. Vísir/Einar árnason

Míla hefur aflétt óvissustigi á Suðurlandi vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu en hlaupið er nú í rénun og rennsli Skaftár fer mjög minnkandi.

Ekki er talið að hlaupið geti haft áhrif á fjarskiptainnviði á svæðinu nema ef vatnsrennsli eykst á ný.

Míla lýsti yfir óvissustigi á Suðurlandi vegna Skaftárhlaups á föstudag og var viðbúið að hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasambönd. Strengjakerfi Mílu liggja um vatnasvæði Skaftár.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.