Innlent

Míla afléttir óvissustigi á Suðurlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skaftárhlaup er nú í rénun.
Skaftárhlaup er nú í rénun. Vísir/Einar árnason

Míla hefur aflétt óvissustigi á Suðurlandi vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu en hlaupið er nú í rénun og rennsli Skaftár fer mjög minnkandi.



Ekki er talið að hlaupið geti haft áhrif á fjarskiptainnviði á svæðinu nema ef vatnsrennsli eykst á ný.



Míla lýsti yfir óvissustigi á Suðurlandi vegna Skaftárhlaups á föstudag og var viðbúið að hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasambönd. Strengjakerfi Mílu liggja um vatnasvæði Skaftár.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×