Innlent

26 þúsund sáu Þingvallafund

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Frá hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum.
Frá hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Uppsafnað áhorf á beina sjónvarpsútsendingu RÚV frá hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum þann 19. júlí síðastliðinn var 10,5 prósent.

Þetta kemur fram í rafrænum ljósvakamælingum Gallup sem ná til fólks á aldrinum 12-80 ára.

Alls horfðu um 26 þúsund manns á fundinn í að minnsta kosti fimm mínútur samfleytt. Meðaláhorf á hverja mínútu útsendingarinnar var 4,4 prósent eða um ellefu þúsund manns .Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.