Erlent

Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur

Kjartan Kjartansson skrifar
Pussy Riot lét til sín taka í miðjum úrslitaleik Frakka og Króata á HM fyrr í mánuðinum.
Pussy Riot lét til sín taka í miðjum úrslitaleik Frakka og Króata á HM fyrr í mánuðinum. Vísir/Getty

Fjórir meðlimir rússneska aðgerðahópsins Pussy Riot segjast hafa verið handteknir um leið og þeim var sleppt úr fangelsi í dag. Þrjár konur og einn karlmaður voru handtekin fyrir að hlaupa inn á völlinn í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu fyrr í þessum mánuði.
Þau Pjotr Verzilov, Nika Nikulsjína, Olga Kúratsjova og Olga Pakhtúsjova voru fangelsuð fyrir uppátækið. Rússnesk yfirvöld sökuðu þau um að hafa brotið reglur fyrir áhorfendur á íþróttaviðburðum og um að hafa klæðst lögreglubúningum ólöglega.
Hópurinn sagðist mótmæla mannréttindabrotum í Rússlandi með gjörningnum. Þeim hefur verið bannað að mæta á íþróttaviðburð í þrjú ár.
Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvers vegna fjórmenningarnir voru aftur hnepptir í varðhald í dag. Verzilov tísti í dag að þau hafi verið tekin höndum þegar þau ætluðu að yfirgefa fangelsið. Þau hafi ekki verið ákærð fyrir frekari brot.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.