Viðskipti erlent

Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Áherslan verður lögð á sjálfkeyrandi fólksbíla.
Áherslan verður lögð á sjálfkeyrandi fólksbíla. Vísir/Getty

Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að fullkomna tæknina í fólksbílum. Vörubílaverkefni Uber hófst árið 2016 og varð Uber fyrsta fyrirtækið til að koma sendingu á áfangastað með aðstoð sjálfkeyrandi bíls.

Bíllinn ók næstum 200 kílómetra á hraðbraut í Colorado, með tengivagn fullan af Budweiser-bjór. 

Hugmyndin að baki tækninni hvíldi á þeirri hugsjón að auka öryggi og framleiðni vörubílaiðnaðarins eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Uber telur hins vegar að tími vísindamanna fyrirtækisins verði betur nýttur ef þeir einbeita sér alfarið að sjálfkeyrandi tækni í fólksbílum. Að sama skapi er ekki útilokað að áherslan gagnist við frekar þróun tækninnar í vörubílum.

Tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafa gengið brösulega. Greint var frá því í mars að sjálfkeyrandi bíll fyrirtækisins hafi ekið á konu í Arizona með þeim afleiðingum að hún lést. Fregnir hafa jafnframt borist af sjálfkeyrandi bílum sem ekið hafa á vegartálma og aðrar hindranir.

Engu að síður horfa margir vonaraugum til tækninnar og hafa önnur stórfyrirtæki, á borð við Ford, General Motors, Daimler og Bosch öll varið háum fjárhæðum í frekari rannsóknir á tækninni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.