Viðskipti innlent

Sævar Þór áfram í stjórn Ajtel

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sævar Þór Jónsson, lögmaður.
Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Ajtel

Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson var í gær endurkjörinn í stjórn Ajtel Iceland. Ajtel Iceland sérhæfir sig í niðursuðu og sölu á þorskalifur inn á Evrópumarkað en félagið hefur einnig unnið í ýmiss konar vöruþróun því tengdu.

Í tilkynningu frá félaginu, sem send er út í kjölfar aðalfundar Ajtel Iceland, segir að Sævar hafi setið í stjórn félagsins frá árinu 2013 og sinnt ráðgjafastörfum fyrir fyrirtækið og tengd félög í Evrópu. Framkvæmdastjóri Ajtel Iceland er Jón Áki Bjarnason.

Í tilkynningunni segir jafnframt:

„Sævar starfar sem lögmaður í Reykjavík og er meðeigandi á lögmannsstofunni Lögmenn Sundagörðum. Sævar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum en hann sat meðal annars í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur og sat í nokkur ár í úrskurðarnefnd vátryggingarmála. Þá hefur hann sinnt kennslu á sviði skattaréttar. Sævar stundar MBA nám við Háksólann í Reykjavík. Sævar er giftur Lárusi S. Lárussyni lögmanni og varaformanni stjórnar LÍN.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.