Íslenski boltinn

Grindavík samdi við finnskan bakvörð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Grindvíkingar á góðri stundu.
Grindvíkingar á góðri stundu. Vísir/Hanna

Grindvíkingar hafa samið við Elias Alexander Tamburini um að spila með félaginu í Pepsi deild karla.

Elias er 23 ára vinstri bakvörður sem kemur frá Finnlandi. Hann á landsleiki fyrir bæði U17 og U19 ára landslið Finnlands.

Leikmaðurinn hefur æft með Grindvíkingum síðan í maí en hann kom til Grindavíkur frá Bandaríkjunum þar sem hann var í námi með Jóni Ingasyni, leikmanni Grindavíkur.

Eftir góða byrjun á sumrinu hefur gengi Grindvíkinga dalað síðustu vikur og þeir hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum. Grindavík er í sjöunda sæti með 17 stig eftir 12 umferðir. Þeir eiga næst leik á mánudagskvöld, suðurnesjaslag gegn Keflavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.