Innlent

Ommeletta leiddi til útkalls

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ég ommelettuna lét á nefið...
Ég ommelettuna lét á nefið... Vísir/Getty

Lögreglan fékk tilkynning um mikinn hávaða sem barst frá íbúð einni í Salahverfi Kópavogs á öðrum tímanum í nótt.

Innhringjandinn hafði verið hinn stressaðasti og talið að jafnvel væri um heimilsofbeldi að ræða. Lögreglumenn voru því sendir á staðinn en þegar þangað var komið voru engin áflog í gangi.

Í skeyti lögreglunnar kemur fram að hávaðinn hafi einfaldlega borist frá fjórum vinum sem voru að brasa í eldhúsinu.

Höfðu þeir aðeins verið að elda sér ommelettu og reyndist allt í besta standi. Ekki fylgir sögunni hvernig eldamennskan tókst eða hvers vegna þeim tókst ekki að elda á hljóðlátari hátt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.