Viðskipti erlent

Skellt í lás hjá tískufyrirtæki Ivönku Trump

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ivanka Trump er elsta dóttir Bandaríkjaforseta.
Ivanka Trump er elsta dóttir Bandaríkjaforseta. vísir/getty

Ivanka Trump, elsta dóttir Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hefur ákveðið að loka tískufyrirtæki sínu. Gerir hún þetta vegna dræmrar sölu undanfarin misseri en bæði Nordstrom og Neiman Marcus- verslanirnar hættu sölu á vörum úr tískulínu Ivönku á liðnu ári.

Sölutölur voru niður á við allt síðasta ár eftir að salan hafði aukist árið 2016. Fyrr í þessum mánuði ákvað kanadíska verslunarfyrirtækið Hudson‘s Bay að taka vörur Ivönku úr sölu en á fyrirtækið rekur meðal annars verslanirnar Saks Fifth Avenue og Lord&Taylor.

Ivanka starfar nú sem ráðgjafi fyrir föður sinn og hafa ýmsir bent á að það skapi hagsmunaárekstra að sinna því starfi og reka fyrirtæki samhliða því.

„Eftir 17 mánuði í Washington þá veit ég ekki hvenær eða hvort ég mun fara aftur í viðskipti. En ég veit að í nánustu framtíð mun ég einbeita mér að starfi mínu hér í Washington þannig að þessi ákvörðun mín núna er aðeins sanngjörn gagnvart starfsliði mínu og viðskiptafélögum,“ sagði Ivanka í yfirlýsingu vegna málsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.