Innlent

Elliði ráðinn bæjarstjóri í Ölfusi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Elliði var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í 12 ár.
Elliði var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í 12 ár. Vísir/Eyþór

Elliði Vignisson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss og hefur störf þann 9. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt á vef sveitarfélagsins.

Í hópi átján umsækjenda um stöðuna voru fimm fyrrverandi bæjarstjórar, að Elliða meðtöldum. Hann gegndi stöðu bæjarstjóra Vestmannaeyja síðastliðin tólf ár en náði ekki kjöri í sveitarstjórnarkosningunum í vor eftir nokkur átök innan flokksins.

Elliði er 49 ára gamall og hefur auk bæjarstjórastöðunnar setið í bæjarstjórn Vestmannaeyja og ýmsum nefndum og ráðum hjá Vestmannaeyjabæ frá árinu 2003. Áður starfaði Elliði m.a. við kennslu og sálfræðistörf auk þess að sitja í stjórnum fyrirtækja og stofnana.

Elliði  lauk MA prófi í sálfræði frá University of Copenhagen árið 1998 auk kennslufræði til kennsluréttinda frá HÍ árið 1996.  Auk þess hefur Elliði lagt stund á nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Elliði er kvæntur Berthu I. Johansen íslenskufræðingi og framhaldsskólakennara og saman eiga þau tvö börn.


Tengdar fréttir

Elliði vill verða bæjarstjóri í Ölfusi

Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyjarbæjar, sækist eftir því að verða nýr bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss. Fjórir aðrir fyrrverandi bæjarstjórar sækjast einnig eftir starfinu.

Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum

Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu.

Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð

Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.