Viðskipti innlent

Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri Basko og Árni hættir sem forstjóri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigurður Karlsson.
Sigurður Karlsson. Mynd/Aðsend
Sigurður Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Basko og þá mun Árni Pétur Jónsson láta af störfum sem forstjóri Basko.

Basko og Samkaup hafa undirritað kaupsamning um kaup Samkaupa á 14 verslunum. Kaupsamningurinn er háður ákveðnum fyrirvörum meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Í tilkynningu frá Basko segir að samhliða þessum breytingum láti Árni Pétur af störfum en hann verði áfram hluthafí félaginu auk þess að mun gegna starfi stjórnarformanns Eldum Rétt ehf. sem er dótturfélag Basko.

Sigurður, hinn nýji framkvæmdastjóri, er með MBA gráðu frá Háskóla Ísland og hefur starfað hjá fyrirtækinu og forverum þess frá árinu 2000, en frá árinu 2015 hefur hann gengt stöðu framkvæmdastjóra matvörusviðs.

„Sigurður hefur starfað lengi hjá fyrirtækinu og þekkir innviði þess betur en flestir. Hann er öflugur leiðtogi, með stjórnunarreynslu og víðtæka þekkingu á matvörumarkaðinum. Það ríkir mikil ánægja með ráðninguna og væntum við mikils af samstarfinu við hann," er haft eftir Steinari Helgasyni, stjórnarformanni Basko.

Basko rekur samtals 42 útsölustaði undir merkjum 10-11, Iceland, Inspired By Iceland, Háskólabúðin, Kvosin, Bad Boys og Dunkin´Donuts.


Tengdar fréttir

Virði Basko lækkaði um 690 milljónir

Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×