Erlent

Hafnar ábyrgð á sjálfsvígi hælisleitanda

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Horst Seehofer mun áfram gegna embætti innanríkisráðherra Þýskalands.
Horst Seehofer mun áfram gegna embætti innanríkisráðherra Þýskalands. Vísir/Getty

Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, hafnar því að bera ábyrgð á sjálfsvígi hælisleitanda sem fluttur var frá Þýskalandi í síðustu viku.

Fyrir viku voru 69 afganskir hælisleitendur sendir aftur til heimalands síns frá Þýskalandi. Það gerðist einmitt á 69 ára afmælisdag Seehofer. Á blaðamannafundi, þar sem hann minntist meðal annars á þetta í samhengi við afmæli sitt, notaði hann flutningana sem dæmi um nýja stefnu Þýskalands í málaflokknum.

Einn hinna brottfluttu, 23 ára maður sem hafði dvalist í Þýskalandi í sex ár, fyrirfór sér við komuna heim. Kallað hefur verið eftir því að Seehofer biðjist afsökunar og segi af sér vegna aðgerðarinnar en hann neitar að bera ábyrgð á málinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.