Erlent

Vottar gæti að persónuvernd

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Takmarkanir eru á því hvað trúboðar mega skrifa hjá sér.
Takmarkanir eru á því hvað trúboðar mega skrifa hjá sér. Vísir/GVA
Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að löggjöf Evrópusambandsins, ESB, um vernd persónulegra gagna feli í sér að trúfélög og trúboðar þeirra beri ábyrgð á meðferð persónuupplýsinga sem þeir afla þegar þeir ganga hús úr húsi.

Samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins eru þar með takmarkanir fyrir því hvað vottar Jehóva mega skrifa niður og geyma eftir að hafa bankað upp á hjá fólki og staðið í dyragættinni hjá því. Greint er frá þessu á vef Kristilega Dagblaðsins, Kristeligt-Dagblad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×