Erlent

Þvinga dómara fyrr á eftirlaun

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Evrópusambandið óttast um sjálfstæði pólskra dómastóla.
Evrópusambandið óttast um sjálfstæði pólskra dómastóla.

Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. Forseti Póllands fær jafnframt möguleika á að skipa nýja dómara.

Evrópusambandið óttast að dómstólar í Póllandi verði pólitískir og hyggst beita sér fyrir því að hæstiréttur þar verði áfram sjálfstæður. Pólland fær mánuð til að svara erindi sambandsins.

Með breytingum á dómskerfinu geta pólsk stjórnvöld kosið eigin menn í ráðið sem velur dómara um allt land.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.