Viðskipti innlent

Sylvía Kristín nýr forstöðumaður hjá Icelandair

Atli Ísleifsson skrifar
Sylvía Kristín Ólafsdóttir.
Sylvía Kristín Ólafsdóttir. Icelandair

Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýrrar stuðningsdeildar flugreksturs Icelandair.

Í tilkynningu frá félaginu segir að nýja deildin sé hluti af skipulagsbreytingum á rekstrarsviði Icelandair en með þeim hafi skipulag verið einfaldað og stjórnendum fækkað.

„Ábyrgð deildarinnar er margþætt og undir hana fellur meðal annars stjórnstöð félagsins á Keflavíkurflugvelli, sem hefur það að markmiði að reka leiðakerfi félagsins frá degi til dags (e. Network Control Center), verkefna- breytinga og umbótastjórnun, greiningarvinna, tölfræði og áætlanagerð.

Sylvía kemur til Icelandair frá Landsvirkjun þar sem hún var deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Áður starfaði hún hjá höfuðstöðvum Amazon í Evrópu, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind og vöruþróun fyrir vefbækur auk þess að leiða greiningar- og stefnumótunarvinnu fyrir samningagerð við bókaútgefendur. Áður starfaði Sylvía m.a sem forstöðumaður á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands og hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Sylvía er með M.Sc. próf í Operational Research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stundakennslu við verkfræðideild HÍ í rekstrarfræði, kvikum kerfislíkönum og verkefnastjórnun (MPM).  Hún situr í stjórn Ölgerðarinnar og  Símans og er í starfshópi um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Sylvía er gift Kjartani Björgvinssyni og eiga þau tvö börn,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.