Viðskipti erlent

Google viðurkennir að utanaðkomandi geti lesið Gmail-pósta

Kjartan Kjartansson skrifar
Gmail er vinsælasta tölvupóstþjónusta heims.
Gmail er vinsælasta tölvupóstþjónusta heims. Vísir/Getty

Þróendur snjallforrita geta í sumum tilfellum lesið tölvupósta sem notendur Gmail senda og fá. Google hefur staðfest þetta og segir að sumir notendur gætu hafa veitt forritunum aðgang að póstunum óafvitandi.

Gmail er vinsælasta tölvupóstþjónusta heims með um 1,4 milljarða notenda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Google segir að það stangist ekki á við stefnu sína að forrit biðji um aðgang að póstum notenda sinna.

Google býður notendum upp á mögulekann að tengja Gmail-aðgang sinn við viðbótarforrit annarra hugbúnaðarþróenda. Notendur samþykkja þá notendaskilmála. Í sumum tilfellum leyfi þeir forritunum að sækja tölvupósta notenda.

Alan Woodward, prófessor við Háskólann í Surrey á Englandi, segir við BBC að vel geti verið að kveðið sé á um aðgang að tölvupóstum í notendaskilmálum forritanna. Það sé hins vegar ekki eðlilegt að starfsmenn hugbúnaðarfyrirtækja geti lesið tölvupósta fólks.

„Maður getur eytt vikum af lífi sínu í að lesa skilmála og skilyrði,“ segir hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.