Formúla 1

Einfaldari og breiðari vængir á næsta tímabili

Bragi Þórðarson skrifar
Lewis Hamilton á æfingu í Mónakó fyrr á árinu
Lewis Hamilton á æfingu í Mónakó fyrr á árinu vísir/getty

Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hefur gefið út allar þær reglubreytingar sem verða í Formúlu 1 á næsta ári. Breytingar gilda einnig út árið 2020 en árið 2021 verður Formúlunni breytt umtalsvert.

Breytingar fyrir næsta tímabil verða ekki svo miklar, stærsta breytingin er einfaldari hönnun á framvængnum. Vængirnir verða einnig breiðari en í ár, allt á þetta að hjálpa til við framúrakstur á komandi tímabilum.

Afturvængirnir verða einnig einfaldaðir og stækkaðir, sem og að DRS búnaðurinn verður stækkaður til að hjálpa til við framúrakstur. Stærsta vandamálið í Formúlunni síðustu misseri er að erfitt er að elta bílinn fyrir framan og þar með er erfitt að taka framúr. Þessar reglubreytingar eiga að hjálpa til með það en fyrir vikið verða bílarnir örlítið hægari en þeir eru í ár.

Allt er þetta undirbúningur fyrir þær stóru breytingar sem verða á Formúlunni árið 2021. Þá verður bæði útlit bílana breytt sem og vélbúnaði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.