Viðskipti innlent

Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hagar eiga Bónus.
Hagar eiga Bónus. Fréttablaðið/Anton

Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís.

Kaupsamningur vegna kaupa Haga, sem á og rekur meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónuss, á öllu hlutafé Olís og fasteignafélagsins DGV var undirritaður í apríl á síðasta ári.

Samkeppniseftirlitið tók kaupin til skoðunar en á ýmsu hefur gengið við skoðun eftirlitsins á kaupunum. Eftirlitið samþykkti ekki kaupin án skilyrða og gengið var til sáttaviðræðna.

Í vor var samrunatilkynningin hins vegar afturkölluð rétt áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins var að vænta. Var ný tilkynning send inn og hefur Samkeppniseftirlitið nú birt þær tillögur sem Hagar telur að muni eyða samkeppnishindrunum og liðka fyrir kaupunum.

Vilja selja Bónus við Hallveigarstíg

Meðal þess sem verslunarrisinn leggur til er að verslanir Bónuss að Hallveigarstíg í Reykjavík og Smiðjuvegi í Kópavogi verði seldar til ótengds þriðja aðila.

Þá er félagið einnig tilbúið til þess að selja Olís-stöðvarnar við Hamraborg í Kópavogi og Háaleitisbraut í Reykjavík, sem og ÓB-stöð við Starengi í Reykjavík.

Einnig eru lagðar til aðgerðir til að auka aðgengi að heildsölu- og birgðarými eldsneytis og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytis- og dagvörumarkaði.

Samkeppniseftirlitið hefur birt tillögurnar á vef eftirlitsins og óskað eftir m hagsmunaaðila og annarra áhugasamra vegna samruna Haga, Olís og DGV.


Tengdar fréttir

Hækka verðmat sitt á Högum

Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.