Erlent

Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin

Atli Ísleifsson skrifar
Drengirnir fundust á mánudag eftir níu daga leit.
Drengirnir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Vísir/EPA

Umfangsmiklar aðgerðir sem miða að því að ná fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra sem fastir eru í hellakerfinu í norðurhluta Taílands standa nú yfir. Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs segir að nú búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga.

Jákvæðar fréttir bárust af liðinu í gær þar sem sérsveit taílenska hersins sendi frá sér nýtt myndband af drengjunum. Þar kynntu þeir sér með nafni, heilsuðu að taílenskum sið, sögðust vera við hestaheilsu og virtust nokkuð brattir þrátt fyrir allt.Drengirnir komu í leitirnar á mánudaginn eftir níu daga leit. Vistum hefur verið komið til drengjanna sem sjá þó fram á að þurfa að dvelja í hellinum eitthvað áfram. Tveir liðsmenn sérsveitarinnar munu þó veita drengjunum og þjálfara þeirra félagsskap öllum stundum þar til að þeim verður bjargað.

Leiðin upp á yfirborðið er mjög erfið yfirferðar og vegna mikilla rigninga hefur mikið vatn torveldað leiðina enn frekar. Drengirnir eru ekki syndir og þurfa þeir mögulega að hírast í hellinum þar til regntímabilið er á enda eða þá að boruð verði leið að skotinu þar sem þeir dvelja.

Sé það rétt að ný leið hafi fundist kann það að auðvelda björgunarstörf, þó að það eigi eftir að koma almennilega í ljós.

Drengirnir eru allir í sama fótboltaliði og heimsóttu hellakerfið að lokinni fótboltaæfingu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.