Golf

Birg­ir Leif­ur endaði í 45. sæti

Einar Sigurvinsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. getty

At­vinnukylf­ing­ur­inn Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son lauk keppni á sex höggum undir pari í Prague Golf Chal­lenge-mót­inu í dag. Mótið er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu.

Birgir lék fjórða hringinn í dag á einu höggi undir pari. Hann fékk fjóra fugla, 11 pör og þrjá skolla. Hann endar mótið því jafn í 45. sæti.

Eftir frábæran lokahring stóð Englendingurinn Ben Stow uppi sem sigurvegari á mótinu. Hann fór fjórða hringinn á sjö höggum undir pari og endaði mótið samtals á 18 höggum undir pari.

Axel Bóas­son endaði jafn í 80. sæti en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Lokastöðu mótsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.