Körfubolti

Yfirgefur Spurs eftir sautján ára veru

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Farsælt samstarf sem nú er á enda
Farsælt samstarf sem nú er á enda vísir/getty

Franski leikstjórnandinn Tony Parker hefur gert tveggja ára samning við Charlotte Hornets í NBA deildinni í körfubolta. 

Parker yfirgefur því San Antonio Spurs; liðið sem hann hefur alla tíð leikið með síðan hann hann var valinn af Spurs í nýliðavalinu árið 2001. Parker var valinn númer 28 í nýliðavalinu og hefur síðan þá stimplað sig inn sem einn af bestu leikstjórnendum deildarinnar.

Hann var mikilvægur hluti af sigursælu Spurs liði sem hefur fjórum sinnum orðið meistari frá aldamótum (2003, 2005, 2007 og 2014). Parker var í lykilhlutverki í öllum meistaraliðunum og var til að mynda valinn besti leikmaður úrslitviðureignarinnar árið 2007 þegar Spurs sópaði Cleveland Cavaliers.

Hinn 36 ára gamli Parker fær í kringum 10 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut en hann hittir fyrir landa sinn, Nicolas Batum, hjá Hornets. 

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.