Viðskipti innlent

Georg keypti íbúðir metnar á þrjá milljarða

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Georg er bróðir landsliðsmannsins Rúriks Gíslasonar
Georg er bróðir landsliðsmannsins Rúriks Gíslasonar Vísir/Vilhelm

Georg Gíslason hefur keypt leigufélagið Velli 15 sem á um 180 íbúðir sem metnar eru á um þrjá milljarða í bókum félagsins. Seljendur voru ODT Ráðgjöf, sem er í eigu Ólafs D. Torfasonar, stofnanda Íslandshótela, með 58 prósenta hlut og Íslandshótel með 42 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Georg er bróðir Rúriks, landsliðsmanns í knattspyrnu en hann fjárfesti einsamall í leigufélaginu. Hann hefur um árabil rekið fyrirtækið Vegamálun sem málar merkingar á vegi og götur.

Vellir 15 á um 180 íbúðir en um 70 prósent þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Vallahverfinu í Hafnarfirði, að því er fram kom í Markaðnum í haust. Samkvæmt ársreikningi voru fasteignir félagsins metnar á 3,1 milljarð króna árið 2017 og eigið fé var 960 milljónir króna.

Eiginfjárhlutfallið var 30,5 prósent. Tekjurnar jukust um fjórðung á milli ára og námu 211 milljónum króna. Vöxtinn má rekja til kaupa á tveimur fasteignafélögum. Vellir 15 tapaði 34 milljónum í fyrra og 29 milljónum árið áður. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku annaðist söluna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.