Handbolti

Íslandsmeistararnir búnir að finna arftaka Guðrúnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erla Rós handsalar samninginn.
Erla Rós handsalar samninginn. vísir/heimasíða Fram

Íslandsmeistararnir í Olís-deild kvenna, Fram, hafa fundið markvörð fyrir næsta tímabil en Erla Rós Sigmarsdóttir hefur skrifað undir samning við Fram.

Guðrún Ósk Maríasdóttir, sem var valin besti leikmaður síðustu leiktíðar af Seinni bylgjunni, ákváð að róa á ný mið eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Stjörnunnar.

Nú hafa meistararnir fundið arftaka Guðrúnar en Erla Rós er fædd og uppalin í Eyjum þar sem hún hefur leikið allan sinn feril.

„Handknattleiksdeild Fram er sérstaklega ánægð með að hafa náð að tryggja sér krafta Erlu Rósar næsta keppnistímabil,” segir á heimasíðu Fram.

Hún er 21 árs en í gær var hún einmitt valin í æfingarhóp íslenska A-landsliðsins sem æfir í sumar. Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Erla Rós voru markverðir hjá ÍBV í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.