Innlent

Björg Ágústsdóttir ráðin bæjarstjóri í Grundarfirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björg Ágústsdóttir er nýr bæjarstjóri í Grundarfirði.
Björg Ágústsdóttir er nýr bæjarstjóri í Grundarfirði.

Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri í Grundarfjarðarbæjar en gengið var frá þessu á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í dag. Var tillaga um ráðninguna samþykkt samhljóða.

Í tilkynningu frá Grundarfjarðarbæ kemur fram að Björg sé Grundfirðingur, lögfræðingur að menn með mastersgráðu í verkefnastjórnun og diplóma í opinberri stjórnsýslu og stjórnun.

Hún var bæjarstjóri í Grundarfirði á árunum 1995-2006. Frá árinu 2006 hefur Björg starfað hjá Ráðgjafarfyrirtækinu Alta með aðsetur í Grundarfirði. Hún mun hefja störf sem bæjarstjóri þann 9. ágúst næstkomandi.

„Í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar sitja 7 bæjarfulltrúar, frá L-lista, Samstöðu - lista fólksins og frá D-lista Sjálfstæðisflokks og óháðra, en sá síðarnefndi fékk meirihluta atkvæða í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum.

Á fundi bæjarstjórnar var Jósef Kjartansson, oddviti D-listans, kjörinn forseti bæjarstjórnar og Hinrik Konráðsson, oddviti L-listans, varaforseti bæjarstjórnar. Rósa Guðmundsdóttir, D-lista verður formaður bæjarráðs og Hinrik af L-lista verður varaformaður bæjarráðs. Kosið er til eins árs í senn,“ segir í tilkynningu frá Grundarfjarðarbæ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.