Innlent

Sjálfstæðismenn áfrýja ekki

Tómas Guðjónsson skrifar
Í Vestmannaeyjum.
Í Vestmannaeyjum. Fréttablaðið/GVA

Kjörnefnd hefur staðfest niðurstöður talningar í Vestmannaeyjum í kosningunum í maí. Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum kærði talninguna í kosningunum vegna þess að fjögur utankjörfundaratkvæði sem bárust kjörstjórn of seint voru ekki talin gild.

Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að óumdeilt sé að atkvæðin hafi borist kjörnefndarfulltrúa fyrir klukkan 22.00 um tuttugu metrum fyrir utan kjörstað en ekki komist inn í hús fyrr en 10-23 sekúndum síðar og var þá búið að læsa hurðinni á kjörstað. Sjálfstæðismenn í Eyjum una niðurstöðunni en segja bagalegt að vilji kjósandans nái ekki fram að ganga.

Einnig vildu Sjálfstæðismenn að eitt atkvæði greitt H-lista yrði dæmt ógilt vegna þess að kjósandi deildi mynd af því á samfélagsmiðlum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.