Tíska og hönnun

Strigaskór við jakkaföt er trend fyrir bæði kynin

Bella Hadid kann þetta.
Bella Hadid kann þetta.

Á nýafstaðinni herratískuviku í Parísarborg mátti greina eitt gott trend sem bæði kynin hafa fallið fyrir þetta sumarið. Það er að vera í strigaskóm við jakkaföt.

Buxnadragtir og jakkaföt í björtum litum og þessi þægilegi og heitasti skófatnaður sumarsins er blanda sem allir ættu að geta prófað. Sérstaklega smellpassar þessi blanda í vinnuna í sumar – enda úrvalið af strigaskóm sjaldan verið betra og jakkar og buxur í stíl eitthvað sem allir ættu að eiga í fataskápnum.

Ljósgræn dragt í flottu sniði við strigaskó frá Louis Vuitton.

.

Þessir strigaskór frá Balenciaga eru vinsælir í sumar.

.

Hvít buxnadragt er líka hversdagsklæðnaður.

.

Strigaskór við jakka, bæði í vinnuna og veisluna. Mælum með.

.

Hér eru menn ekki hræddir við liti og munstur. Til fyrirmyndar.

.

.

.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.