Körfubolti

Pryor og Danero orðnir íslenskir ríkisborgarar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danero og Pryor í baráttunni fyrr í vetur.
Danero og Pryor í baráttunni fyrr í vetur. vísir/andri marinó

Collin Anthony Pryor og Danero Thomas öðluðust í dag ríkisborgararétt og munu því spila sem Íslendingar í Dominos-deild karla á næstu leiktíð.

Undanfarin ár hafa þeir spilað sem Kanar en til dæmis þegar Pryor gekk í raðir Stjörnunnar í fyrra vonuðust einhverjir eftir því að hann myndi teljast sem Íslendingur.

Svo var ekki en nú er hann orðinn Íslendingur. Collin er á mála hjá Stjörnunni en Danero gekk á dögunum í raðir Tindastóls frá ÍR þar sem hafði leikið undanfarin tvö tímabil.

Reglurnar um erlenda leikmenn munu þó breytast á næstu leiktíð. Einungis er leyfilegt að hafa einn Bandaríkjamann áfram en liðin mega hafa eins marga “Bosman” leikmenn og þau vilja.

Bosman-leikmenn eru leikmenn frá þeim löndum sem eru innan evrópska efnahagssvæðisins. Þeir teljast því ekki lengur til erlendra leikmanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.