Innlent

Bein útsending: Samfélagsleg nýsköpun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðalfyrirlesari dagsins er Hrund Gunnsteinsdóttir.
Aðalfyrirlesari dagsins er Hrund Gunnsteinsdóttir.

Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, heldur opið erindi um samfélagslega nýsköpun í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í dag.

Erindi hennar hefst klukkan 9 og fylgjast má með því í beinni útsendingu hér að neðan.

Í lýsingu fundarins segir að erindi hennar verði sett í samhengi við fjórðu iðnbyltinguna og áherslur í nýsköpun og hugvitsdrifnum hagkerfum. „Hvað er samfélagsleg nýsköpun og hvað þarf frumkvöðlastarfsemi að fela í sér svo hún geti talist samfélagsleg?“ er meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram.

Þá verða jafnframt fluttar örkynningar á „áhugaverðum samfélagsverkefnum sem sýna glöggt fjölbreytt litróf samfélagslegarar nýsköpunar hér á landi,“ eins og það er orðað. Að sama skapi verður Snjallræði kynnt til leiks, en því er lýst sem fyrsta íslenska samfélagshraðlinum sem hefur göngu sína næstkomandi haust.

Fundurinn hefst sem fyrr segir klukkan 9 og gert er ráð fyrir að hann standi til 10:30.


Uppfært: Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.