Viðskipti innlent

Skiptastjóri verslana Víðis ætlar að selja vörur á hálfvirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Verslanir Víðis voru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur.
Verslanir Víðis voru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson

Skiptastjóri þrotabús Víðis hefur ákveðið að opna tvær verslanir þrotabúsins og selja allar vörur á hálfvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skiptastjóranum Valtý Sigurðssyni sem segir verslunina í Garðabæ verða opnuð klukkan 16 í dag en verslanir í Skeifunni og Garðabæ verða svo opnar frá klukkan 12 á morgun, föstudag.

Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að verslunum Víðis hefði verið lokað fyrirvaralaust í síðustu viku, en lögfræðingur stéttarfélagsins VR sagði ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot.

Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur en fyrsta verslunin var opnuð árið 2011 en þar til á fimmtudag í síðustu viku voru fimm verslanir í rekstri.

Öllum verslununum var skellt í lás á fimmtudagskvöld eftir fund eigenda með millistjórnendum, en þeim var tjáð að lokunin væri tímabundin. Almennir starfsmenn fengu hins vegar ekkert að vita fyrr en í gær þegar þeim barst tölvupóstur barst frá fyrirtækinu um að það væri á leið í gjaldþrot. Í gluggum verslananna var viðskiptavinum sagt að „Lokað sé vegna breytinga.“

Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði. Á árinu 2015 skilaði verslunin 13 milljón króna tapi en eigendur náðu að snúa tapi yfir í 49 milljóna króna hagnað á árinu 2016. Í október í fyrra var tilkynnt að eigendurnir hygðust selja verslunarreksturinn en ekkert hefur orðið af því.

Um áttatíu starfsmenn unnu hjá Víði í misháu starfshlutfalli. Fréttastofan ræddi við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í vikunni sem furðuðu sig á framkomu eigenda.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.