Innlent

Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Enn er skortur á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Enn er skortur á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. VÍSIR/Egill

Leiguverð og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað minna en launavísitala undanfarna 12 mánuði, ef marka má nýja mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Að sögn skýrsluhöfunda er þetta í fyrsta skipti síðan í júní 2016 sem 12 mánaða hækkun launa er meiri en hækkun bæði leigu- og íbúðaverðs. Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs.

Í skýrslunni segir jafnframt að á sama tíma og hægt hefur á hækkun fasteignaverðs hafa vextir á íbúðalánum haldið áfram að lækka.

„Þegar tekið er tillit til beggja þátta, þ.e. þróunar íbúðaverðs og vaxta, er greiðslubyrði af lánum vegna kaupa á dæmigerðri íbúð á höfuðborgarsvæðinu í mörgum tilfellum minni nú en ef sama íbúð hefði verið keypt fyrir ári síðan,“ segir á vef Íbúðalánasjóðs um útgáfu skýrslunnar.

Fólk sem kaupir íbúð til þess að leigja hana út og fjármagnar kaupin með íbúðaláni þurfi því „í mörgum tilfellum“ að greiða minna í vexti nú en það hefði gert fyrir ári síðan. Þrátt fyrir það hefur leiguverð haldið áfram að hækka undanfarið ár enda er skortur á leiguhúsnæði.

Nánar upplýsingar um skýrsluna, sem og skýrsluna sjálfa, má nálgast á vef Íbúðalánasjóðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.