Sport

Missti næstum því fótinn en fær nýjan samning

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Miller meiðast illa í leiknum gegn Dýrlingunum.
Hér má sjá Miller meiðast illa í leiknum gegn Dýrlingunum. vísir/getty

Það verður ekki tekið af Chicago Bears að þar virðist gott fólk ráða málum. Það er félagið að sýna í verki gagnvart innherjanum Zach Miller.

Miller meiddist mjög alvarlega í leik gegn New Orleans á síðustu leiktíð. Svo illa að hann var heppinn að halda fætinum. Hnéð á honum er aftur á móti svo illa farið að það er nánast ómögulegt að hann spili aftur.

Til þess að bæta gráu ofan á svart hjá aumingja Miller þá rann samningur hans við Birnina út eftir síðasta tímabil. Félagið ætlar samt að standa með honum.

Birnirnir hafa boðið honum nýjan eins árs samning af góðmennskunni einni saman. Ef hann spilar ekki þá fær hann samt tæpar 49 milljónir króna í laun fyrir tímabilið. Ef svo ólíklega vill til að hann spili eitthvað þá fær hann 84 milljónir króna.

NFL

Tengdar fréttir

Þakkaði læknunum sem björguðu fætinum

Allt lítur út fyrir að Zach Miller, innherji Chicago Bears, muni halda báðum fótum en litlu mátti muna að taka þurfti annan fótinn af við hné eftir að hann meiddist illa í leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.