Enski boltinn

Cazorla yfirgefur Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sánchez og Cazorla ræðast við í leik með Arsenal.
Alexis Sánchez og Cazorla ræðast við í leik með Arsenal. vísir/getty

Santi Cazorla fær ekki framlengingu á samning sínum hjá Arsenal og þarf að yfirgefa félagið í sumar. Félagið greindi frá þessu í gærkvöld.

Cazorla kom til Arsenal árið 2012 frá spænska liðinu Malaga. Hann spilaði 180 leiki fyrir félagði á þeim sex árum sem hann hefur verið í Lundúnum og skoraði í þeim 29 mörk. Á þessum tíma vann Arsenal ensku bikarkeppnina tvisvar.

Spánverjinn hefur hins vegar ekki farið í Arsenal treyjuna síðan í október 2016 þegar hann meiddist á fæti. Meiðslin voru mjög alvarleg og á tímabili leit ekki út fyrir að hann gæti gengið óhaltur aftur, hvað þá spilað fótbolta. Hann er hins vegar farinn að æfa á ný en fær ekki nýjan samning hjá Arsenal.

„Santi var alltaf einn af mínum uppáhalds leikmönnum,“ sagði framkvæmdarstjóri Arsenal Ivan Gazidis í tilkynningu félagsins. „Hæfileikar hans, hraði og hreyfingar voru hluti af okkar besta leik síðustu ár. Við óskum honum alls hins besta og þökkum fyrir framlag hans til félagsins.“
Tengdar fréttir

Hluti af húðflúri á hendi Cazorla fært á ökklann hans

Stuðningsmenn Arsenal hafa þurft að bíða lengi eftir því að sjá spænska miðjumanninn Santi Cazorla spila á ný með liðinu. Meiðslasaga Santi Cazorla er efni í forsíðuburðinn á spænska íþróttablaðinu Marca.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.