Körfubolti

Finnur Atli ráðinn styrktarþjálfari í Ungverjalandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Finnur Atli Magnússon.
Finnur Atli Magnússon. Vísir/Bára

Finnur Atli Magnússon verður ekki með deildarmeisturum Hauka á næsta tímabili í Domino's deild karla. Hann er á leið út til Ungverjalands þar sem hann verður styrktarþjálfari ungverska liðsins Cegled.

Finnur staðfesti þetta við Karfan.is í morgun. Unnusta Finns, Íslandsmeistarinn Helena Sverrisdóttir, samdi við Cegled um að leika með liðinu á næsta tímabili eins og greint var frá í gær.

„Ég er bara gríðarlega spenntur fyrir þessu starfi,“ sagði Finnur Atli í viðtalinu en hann mun að öllum líkindum ekki spila körfubolta á næsta tímabili.

Haukar missa þarna lykilmann úr liðinu sem komst í undanúrslit Domino's deildarinnar í vetur. Finnur var með 9,1 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik. Þá er Breki Gylfason einnig á leið frá Haukum en hann er á leið til Bandaríkjanna í nám.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.