Lífið

Sigmundur Davíð hefur skafið af sér tuttugu kíló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigmundur hefur verið að taka sig á í ræktinni.
Sigmundur hefur verið að taka sig á í ræktinni. Vísir/ernir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur heldur betur tekið sig á og meðal annars losað sig við tuttugu kíló á 15 vikum.

Hann greinir sjálfur frá þessu á Facebook og segir þar: „Baldur annar í Reykjavík hélt því fram að hann gæti losað mig við 15 kíló á 20 vikum. Við gerðum plan og fylgdum því eftir. Afraksturinn: 20 kíló á 15 vikum,“ segir Sigmundur og birtir í leiðinni mynd af sér í íslensku landsliðstreyjunni inni í líkamsræktarstöðinni World Class.

Þar er hann með Baldri Borgþórssyni, einkaþjálfara, og Vigdísi Hauksdóttur.

Baldur annar í Reykjavík hélt því fram að hann gæti losað mig við 15 kíló á 20 vikum. Við gerðum plan og fylgdum því...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Thursday, May 17, 2018


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.