Innlent

Umskurður og varnir gegn spillingu innan stjórnsýslunnar í Víglínunni

Þórdís Valsdóttir skrifar

Á dögunum var fimmta skýrsla GRECO samtaka ríkja gegn spillingu um Ísland birt þar sem settar eru fram átján ábendingar til úrbóta í stjórnsýslunni og innan löggæslunnar í landinu. Þær ná yfir bæði lögreglu og Landhelgisgæslu þar sem meðal annars er kallað er eftir úrbótum við stöðuveitingar og að siðareglur verði uppfærðar með tilliti til hagsmunaárekstra og þátttöku í stjórnmálastarfsemi til að koma í veg fyrir spillingu.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða efni skýrslunnar, útlendingamál og margt fleira sem snýr að hennar ráðuneyti.

Þá var í vikunni boðað til ráðstefnu í Reykjavík þar sem fulltrúar trúarbragða og lækavísinda komu saman til að ræða frumvarp um bann við umskurði drengja. Ólafur Þór Gunnarsson læknir og þingmaður Vinstri grænna er einn meðflutningsmanna frumvarpsins. Hann mætir í Víglínina ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata en frumvarpið nýtur einnig stuðings innan þingflokks þeirra.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.