Sport

Íþróttasvæðið á Hlíðarenda tekur upp nafn Origo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skiltið fyrir utan völlinn.
Skiltið fyrir utan völlinn. vísir/skjáskot af Twitter

Íþróttasvæði Vals mun vera kennt við Origo næstu árin en skilti þess efnis hafa verið sett upp á Hlíðarenda. Valsvöllurinn verður Origovöllurinn og Vals-höllin verður Origo-höllin.

Valssvæðið hefur ekki borið nafn neins fyrirtækis síðan slitnaði upp úr samstarfi Vals og Vodafone í lok árs 2015 en framan af bar Valsvöllurinn og Valshöllin nafn Vodafone.

Nú mun Origo koma inn í nafnið eins og áður segir en tilkynnt verður nánar um samstarfið á morgun herma heimildir Vísis. Valur og KR mætast í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á morgun en leikið verður á Origo-vellinum.

„Origo er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni, er leiðandi í þróun þjónustu og lausna og hefur afgerandi áhrif á landslag upplýsingatækni,” segir á vefsíðu Origo.

Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Vals, birti mynd af nýja skiltinu á Twitter-síðu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.