Handbolti

KA í Olís-deildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán Árnason og lærisveinar hans eru komnir í Olís-deildina.
Stefán Árnason og lærisveinar hans eru komnir í Olís-deildina. vísir/ka

KA er komið upp í Olís-deild karla eftir að liðið vann þriðja leikinn gegn HK, 37-25, á Akureyri í kvöld. Tvö lið frá Akureyri spila í Olís-deildinni á næsta tímabili.

KA lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik og var miklu betri aðilinn allan leikinn. Liðið hefur verið mun sterkara alla rimmuna og það hélt áfram í kvöld.

Munurinn í kvöld varð að endingu tólf mörk, 37-25, og KA komið því í deild þeirra bestu eftir 3-0 sigur á HK um síðasta sætið í Olís-deildina á næstu leiktíð.

Það verða því tvö lið frá Akureyri á næstu leiktíð í Olís-deildinni en Akureyri fór beint upp í Olís-deildina eftir að hafa unnið Grill 66-deildina.

Andri Snær Stefánsson skoraði níu mörk fyrir KA og Áki Egilsnes sjö. Ingólfur Páll Ægisson skoraði sjö mörk fyrir HK og Elías Björgvin Sigurðsson skoraði fimm mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.