Innlent

„Grafalvarlegt að fólk skuli ganga svona langt þegar það hefur ekki lesið gögnin á bak við þetta"

Sylvía Hall skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir/Eyþór
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kom Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra til varnar í Víglínunni í dag þegar hann var spurður út í ásakanir þess efnis að félagsmálaráðherra hafi leynt velferðarnefnd upplýsingum og logið í svari við fyrirspurn Halldóru Mogensen um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig: Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál

Hann segir Ásmund Einar líta málið alvarlegum augum og það sé einfaldlega rangt að hann hafi logið að nefndinni í tengslum við málið. Ásmundur Einar hafi farið fyrir þingnefndina og boðið þeim öll tiltæk gögn. Það hafi hins vegar komið í ljós að margir þingmenn lásu ekki gögnin sem tiltæk voru.

„Þess vegna er það grafalvarlegt að fólk skuli ganga svona langt þegar það hefur ekki einu sinni lesið gögnin á bak við þetta. Það hljómar bara vel að æpa á torgum hvað þetta varðar.“

Sigurður Ingi segir félagsmálaráðherra hafa lagt sig sérstaklega fram í málum sem varða börn og fari sérstaklega varlega í slíkum málum.

„Ég veit einfaldlega að hann er að leggja sig allan fram. Hann tekur þetta alvarlega og ég veit að hann hefur ekki verið að leyna neinu."








Tengdar fréttir

Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“

Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×