Lífið

Hataðasti maður Bandaríkjanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thompson í vondum málum.
Thompson í vondum málum.

Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson er búinn að gera allt vitlaust í Bandaríkjunum en hann sást kyssa tvær konur inni á skemmtistað í október á síðasta ári og sást síðan aftur í óeðlilegum samskiptum við kvenmann fyrir nokkrum dögum í New York.

Thompson á von á barni með Khloe Kardashian og gæti dóttir þeirra komið í heiminn á allra næstu dögum.

Khloe Kardashian er partur af vinsælustu raunveruleikaþáttum heims, Keeping Up With the Kardashian´s, og er yngri systir Kim Kardashian.

Helstu slúðurmiðlar heims hafa birt myndband af kossaflensi Thompson, en hann leikur körfubolta með NBA-liðinu Cleveland Cavaliers.

Hann lék sinn fyrsta leik í NBA-deildinni eftir skandalinn í nótt og tapaði Cavs fyrir New York Knicks 110-98 á heimavelli. Áhorfendur einfaldlega púuðu á Thompson þegar hann birtist á skjánum í heimahöllinni.

Fjölmargir Bandaríkjamenn og aðdáendur Khloe Kardashian um heim allan eru einfaldlega brjálaðir.

Thompson mun hafa kysst tvær konur á skemmtistað 17. október og síðan sást hann einnig með annari konu 7. apríl í New York og heitir sú kona Lani Blair. Eftir að fréttirnar af framhjáhaldi leikmannsins fóru að birtast í fjölmiðlum vestanhafs hafa nokkrar konur stigið fram og sagst hafa verið í ástarsambandi með leikmanninum.

Daily Mail greinir frá því að Thompson hafi fengið sendar morðhótanir síðustu daga og sé um að ræða hataðasta mann Bandaríkjanna í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.