Innlent

Eva Hauksdóttir kallar Erdoğan öllum illum nöfnum

Jakob Bjarnar skrifar
Eva hefur birt bréf sem hún stílar á forseta Tyrklands en þar kemur hún því rækilega á framfæri hvaða skoðun hún hefur á þeim manni.
Eva hefur birt bréf sem hún stílar á forseta Tyrklands en þar kemur hún því rækilega á framfæri hvaða skoðun hún hefur á þeim manni.
Eva Hauksdóttir, sem hefur reynt að komast að afdrifum sonar síns sem sagður er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, beinir nú spjótum sínum að Recep Tayyip Erdoğan, forseta Tyrklands. Ákaft. Hún kallar hann öllum illum nöfnum.

„Mannfýlan Erdoğan hefur ekki svarað skilaboðunum sem ég sendi á ræðismann Tyrklands á Íslandi og sendiráðið í Osló á miðvikudag. Mér skilst að tyrknesk stjórnsýsla sé þung í vöfum svo hugsanlega er hann ekki búinn að sjá þessa hugvekju enn. Þið kannski hjálpið mér að dreifa henni svo hún fari örugglega ekki fram hjá honum,“ segir Eva í Facebookfærslu í morgun.

Eva birtir bréf sem hún stílar á Erdoğan og þar fær forsetinn það óþvegið. Hún ávarpar Erdoğan reyndar sem „shithead“ sem myndi kannski útleggjast sem hlandhaus, uppá ástkæra ylhýra.

Eins og Vísir hefur fjallað skilmerkilega um er talið að Haukur Hilmarsson, sonur Evu, sem barðist með her sýrlenskra Kúrda, hafi fallið í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum. Eva hefur barist fyrir því að fá nánari upplýsingar en kemur víðast hvar að lokuðum dyrum. Eva ræddi þessi mál ítarlega í viðtali sem Heimir Már Pétursson átti við hana í Víglínunni fyrir skemmstu.

Eva, sem er laganemi, vandar Erdoğan ekki kveðjurnar, en það er með vilja gert því óbeint er þar með verið að storka umdeildum lögum sem kveða á um að stranglega bannað sé að móðga erlenda þjóðarleiðtoga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×