Lífið

Verzló vann MORFÍs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alsælt sigurlið Verzló.
Alsælt sigurlið Verzló. vísir/sh

Verzlunarskóli Íslands fór með sigur af hólmi í MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, í úrslitum keppninnar sem fram fóru í Háskólabíói í kvöld.

Aðeins munaði níu stigum á liði Verzló og liði Flensborgarskólans en heildarstigin í keppninni voru 4937. Verzló vann þó ekki á stigafjölda heldur á því að þrír af fimm dómurum keppninnar dæmdu þeim sigur.

Flensborg fékk hins vegar níu stigum fleiri í keppninni en svipuð staða kom upp í fyrra; þá dæmdu fleiri dómarar Flensborg sigur en Verzló hlaut fleiri stig. 

Hafði Geir Finnsson, oddadómari, orð á því þegar hann kynnti úrslitin að keppnin hefði verið einhver sú jafnasta sem hann hefði dæmt.

Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, var valinn ræðumaður Íslands en hann var í liði Flensborgarskólans sem atti kappi við Verzló.

Ræðuefni kvöldsins var raunveruleikinn og mælti Flensborg með en Verzló á móti.

Fréttin hefur verið uppfærð þar sem upplýsingar um stigafjölda og úrslitin voru ekki rétt í upphaflegri útgáfu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.