Körfubolti

Golden State ekki í vandræðum með Spurs │ Fyrsta umferð úr­slita­keppni NBA-deild­ar­inn­ar

Einar Sigurvinsson skrifar
Kevin Durant.
Kevin Durant. vísir/getty

Ríkjandi deildarmeistararnir í Golden State Warriors eru komnir yfir í einvíginu við San Antonio Spurs í fyrstu umferð úr­slita­keppni NBA-deild­ar­inn­ar sem fram fór í nótt. Leiknum lauk með 21 stiga sigri Golden State, 113-92. Kevin Durant skoraði 24 stig, tók átta fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Golden State.

Undur og stórmerki áttu sér síðan stað þegar Toronto Raptors unnu Washington Wizards 114-106. Fyrir leikinn í nótt hafði Toronto liðinu ekki tekist að vinna fyrsta leik úrslitakeppninnar er tæp 17 ár.

Serge Ibaka skoraði 23 stig og tók 12 fráköst fyrir Toronto Wizards. Delon Wright spilaði einnig frábærlega í fjórða leikhluti þegar hann skoraði 11 af sínum 18 stigum.

Philadelphia 76ers vann góðan sigur á Miami Heat, 130-104. Miami liðið var yfir eftir fyrstu tvo leikhlutana en í seinni tveimur settu 76ers í fluggírinn.

Ben Simmons skoraði 17 stig, var með 14 stoðsendingar og tók níu fráköst í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni.

New Orleans Pelicans unnu Portland Trail Blazers með tveimur stigum, 97-95, eftir frábæran fjórða leikhluta. Anthony Davis spilaði frábærlega fyrir Pelicans og skoraði 35 stig, tók 14 fráköst og fjórar blokkeringar.

Úrslit næturinnar:
San Antonio Spurs 92 - 113 Golden State Warriors
Washington Wizards 106 - 114 Toronto Raptors
Miami Heat 103 - 130 Philadelphia 76ers
New Orleans Pelicans 97 - 95 Portland Trail Blazers

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.