Fótbolti

UEFA fordæmir harðlega þá meðferð sem Oliver dómari og kona hans fengu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari.
Gianluigi Buffon og Michael Oliver dómari. Vísir/Getty

Knattspyrnusamband Evrópu hefur tjáð sig um þá meðferð sem enski dómarinn Michael Oliver og kona hans fengu eftir seinni leik Real Madrid og Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma og rak síðan Gianluigi Buffon útaf fyrir mótmæli. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítinu og skaut með því Real Madrid áfram í undanúrslitin.

Juventus hafði áður unnið upp þriggja marka forskot Juventus þrátt fyrir að vera á útivelli og Gianluigi Buffon gjörsamlega sturlaðist við dóm Oliver. Buffon hraunaði líka yfir enska dómarann eftir leik en þetta var síðasti leikur ítalska markvarðarins í Meistaradeildinni. Hann náði aldrei að vinna bikarinn með stóru eyrun.

Gianluigi Buffon og sumra ítalskra fjölmiðla sem og mikil óánægja stuðningsmanna ítalska liðsins kallaði á allt annað en skemmtilegt áreiti á Oliver dómara og þá sérstaklega á konu hans Lucy.

Lucy Oliver er einnig knattspyrnudómari. Símanúmer hennar var sett inn á samfélagsmiðla eftir leikinn og í kjölfarið fóru henni að berast ógeðfelld og ógnandi skilaboð frá ósættum stuðningsmönnum Juventus.

„UEFA fordæmir harðlega þá svívirðingaherferð sem Michael Oliver og kona hans urðu fyrir,“ segir í svari UEFA við fyrirspurn BBC.

„Við höfum verið í sambandi við þau til að bjóða fram okkar stuðning og við treystum þess að réttir aðilar taki á þeim einstaklingum sem hafa orðið uppvísir að svona hegðun, bæði á samfélagsmiðlum sem og annarsstaðar,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

„Við vitum af þessum ógnandi skilboðum sem komu inn á samfélagsmiðla. Svona hegðun er algjörlega óásættanleg og þeir sem skrifuðu þessi skilaboð verða að átta sig á því að þeir gætu með því hafa brotið lög,“ segir ennfremur í svari UEFA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.