Skellti sér á skeljarnar á skyndibitastað

06. apríl 2018
skrifar

Marc Jacobs skellti sér á skeljarnar á dögunum á skyndibitastaðnum Chipotle og naut hann aðstoðar heils danshóps þar sem hann kom kærasta sínum, Charly DeFrancesco, með flash mob á staðnum undir laginu Kiss með Prince. 

Fatahönnuðurinn frægi setti myndband af herlegheitunum á Instagram þar sem mikil fagnaðarlæti brutust út á staðnum þegar hann opnaði hringaboxið. 

Parið er búið að vera saman í tvö ár en DeFrancesco er undirfatafyrirsæta, athafnamaður og leikari svo fátt eitt sé nefnt. 

Þetta verður eitt vel klætt brúðkaup.