"Til ykkar sem ætlið að gagnrýna holdarfar mitt...“

06. apríl 2018
skrifar

Leikkonan Anne Hathaway birti á dögunum myndband þar sem hún deildi hörku æfingu með fylgjendum sínum. Myndatextanum kom fram að hún er þessa dagana að þyngja sig fyrir hlutverk og kemur með varnarorð til fjölmiðla sem ætla sér mögulega að setja út á holdarfar hennar á næstunni. „Til ykkar sem ætlið að gagnrýna holdarfar mitt á næstu mánuðum, það eruð þið, ekki ég. Friður xx.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hathaway snýr á fjölmiðla á þennan máta en árið 2016 þegar hún var ólétt og áður en hún var búin að tilkynna það opinberlega tók hún eftir að ljósmyndarar voru farnir að elta sig á röndum til að reyna að ná mynd af sér. Þá birti hún mynd af sér á Instagram og sagði að sér langaði að deila þessum gleðifregnum með mynd af sér sem hún væri ánægð með. 

Ansi gott útspil hjá Hathaway enda algerlega óþolandi þegar fjölmiðlar gera út að gagnrýna holdarfar stjarnanna. Hlökkum til að fylgjast með leikkonunni tækla nýtt hlutverk.