Biðst afsökunar á baðmynd

08. apríl 2018
skrifar

Það er vandlifað í heimi internetsins í dag en það fékk söngkonan Lorde að kynnast á dögunum  eftir að hún reitti marga til reiði með einni mynd á samskiptamiðlinum Instagram. 

Þar birti Lorde mynd af baðkari sem búið var að renna í við myndatextann, "I will always love you .. " sem er textabrot úr frægu lagi Whitney Houston, sem einmitt lést í baðkari árið 2012. Já, aðdáendur voru ekki sáttir og fannst Lorde heldur betur ósmekkleg með að para saman mynd og texta á Instagram. 

Lorde var fljót að biðjast afsökunar og sagðist þetta hafa verið gert í hugsunarleysi, hún var einungis spennt að fara í bað. Hún er mikill aðdáandi Houston og hefur meðal annars tekið ábreiður af lögum hennar á tónleikum. 

Hvað segið þið, var þetta ósmekklegt af Lorde eða of mikill æsingur í aðdáendum?