Erlent

Orbán áfram við völd

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Viktor Orbán er umdeildur.
Viktor Orbán er umdeildur. Vísir/AFP

Fidesz-flokkur forsætisráðherra Ungverjalands fór með sigur af hólmi í þingkosningunum í Ungverjalandi sem haldnar voru í dag. Fyrstu tölur gefa til kynna að flokkurinn muni vera í meirihluta á ungverska þinginu.

Allt stefnir því í það að Viktor Orbán muni setjast á forsætisráðherrastól þriðja kjörtímabilið í röð. Kjörstöðum var lokað í kvöld en Reuters greinir frá því að samkvæmt fyrstu tölum muni flokkur Orbán vera með 134 sæti á hinu 199 sæta ungverska þingi.

Verði þetta endanleg niðurstaða kosninganna er ljóst að flokkurinn mun áfram vera með 2/3 af þingsætum á þinginu, svokallaðan ofurmeirihluta, sem gert hefur Orbán kleyft að setja umdeild lög sem forsætisráðherra.

Tölurnar gefa einnig til kynna að þjóðernisflokkurinn Jobbik verði í öðru sæti og hljóti 26 þingsæti og að Sósíalistaflokkurinn verði í þriðja sæti, með 20 þingsæti.

Kosningabaráttan hefur verið dramatísk, einkennst af njósnum, spillingu, lekum og falsfréttum. Hefur Orbán rekið harðlínustefnu í flóttamannamálum og þróað Ungverjaland í átt að því sem Orbán kallar „ófrjálslynt lýðræðisríki,“ líkt og fjallað var um á Vísi í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.